En frábær dagur til að eyðileggja líf mitt ...

 

... sagði engin hamingjusöm manneskja .. aldrei !

 

Þegar ég var skjólstæðingur Götusmiðjunnar sálugu upplifði ég mitt fyrsta “aha” augnablik :

“ Þeir sem hafa góða sjálfsvirðingu hafa EKKI áhuga á að skemma líf sitt með þeim hætti sem ég var að gera. “

Svo mælti Guðbjörg Erlingsdóttir ráðgjafi frá sínu fallega hjarta .. flóknara var það ekki.

Ég er svo blessunarlega af Guði gerður að ég þarf að komast til botns með allt ,sérstaklega þegar mér er sagt að ég sé fæddur gallaður og geti ekkert við því gert. 

Hver einasti einstaklingur sem ég hef heyrt harmsögu frá hefur sömu sögu að segja : vanlíðan , ótti og skömm hafði ríkt allar götur fram að fyrstu vímu (alkóhól / lyf af hvaða tagi ). Afhverju varð fólk allt í einu í lagi við að setja eitur inn fyrir sínar varir ? 

Mannkynið er ein fárra lífvera á jörðinni sem er algjörlega háð umönnun og lærdómi umhverfisins. Við þurfum að læra allt saman .. og er sjálfsmynd okkar ekki undanskilin : ef okkur er kennt að við séum falleg - þá trúum við því - ef okkur er kennt að við séum einskis virði - munum við einnig trúa því !

Hvaða afleiðingar hafa þessi tvö dæmi fyrir barn í mótun ? 

Fyrra dæmið mun þroskast og mótast eðlilega - hitt ekki.

Heilinn og líkamsstarfsemin í heild sinni þroskast ekki undir stöðugu áreiti kvíða, ótta og tilfinningalegrar vanrækslu - heilinn hefur allt annað að gera í viðleitni sinni að verja einstaklinginn fyrir ofbeldinu. Boðefnastarfsemin fær aldrei tækifæri til að þroskast eðlilega : dópamín, endorfín og þau efni sem veita okkur gleði ná ekki að komast í gegnum stöðugt flæði adrenalíns sem ver okkur fyrir ágangi þessa heims .. en allt í einu fer allt að virka þegar heilinn er “neyddur” til þess ..  einkennilegt að fíkn er svo erfið við að eiga þar sem í mörgum tilfellum er hún eina ást sem margir hafa kynnst ekki satt .. eða hitt þó heldur ! 

Ég starfa sem leiðsögumaður og fæ reglulega hrós frá viðskiptavinum að Ísland sé með hamingjusömustu þjóðum heims ! ... ég brosi falskt til þeirra og í sumum tilfellum kemst ég ekki hjá að því að segja þeim að meðaltal ungra karlmanna sem taka eigið líf er með því hæðsta í heiminum .. engin þjóð gefur börnum eins mikið af lyfseðilsskildum eiturlyfjum og hvergi í heiminum þekkist viðlíka skatta og vaxtakerfi og hér. Ég einfaldlega get ekki með góðri samvisku tekið undir þessi orð því ég veit betur .. því frændur, vinir og kunningjar eru í þessum hóp.

Mig langar að spyrja : “ Hvernig mun samfélagið þróast ef við grípum ekki inn í ?

Höldum við virkilega að það kerfi sem nú er í gangi sé heilagt eða getum við í sameiningu reist nýtt kerfi (frá grunni) sem sér til þess að barnið þitt og komandi kynslóðir eigi séns eftir ágang undanfarinna alda ? 

Eins og staðan er í dag erum við aðeins að meðhöndla afleiðingar vandans þegar við getum svo auðveldlega og fljótt sem örþjóð breytt þessu og verið öðrum þjóðum til fyrirmyndar. Við höfum um tvennt að velja : halda áfram líkt og staðan er í dag og taka afleiðingum þess .. eða gefa öðrum valkost tækifæri. 

Ég trúi af öllu hjarta að við getum skapað saman samfélag þar sem sköpun, gleði, sanngirni og lýðræði ríkir ! 

Ég veit að flest okkar eru hundleið á áróðri um hvað allt sé að fara í vaskinn meðan þau sem allt eiga dreypa tá í froðubaði allsnægta.

Ef við stöndum saman og afneitum vondri framtíð komandi kynslóða mun okkur takast til.

Ég veit ekki með ykkur en ég er hundleiður á að láta örfáa segja mér hversu rangt ég hef fyrir mér og ég eigi að slaka á .. það einfaldlega er ekki svigrúm til slökunar vegna ástandsins.

Þannig að nei : ég ákvað ekki einn góðan veðurdag að rústa líf mitt ! Ég ákvað ekki að þurfa verja bróðurparti unglings og fullorðinsára minna í sjálfs sannfæringu að ég sé í lagi og fá kennslu í mannlegum gildum úr tímariti.

Það er kerfið - úrræðalaust fyrir þá sem minna mega sín - sem þarf nauðsynlega að taka algjörum breytingum án tafar - er mér það einum ljóst ? 

Gerum hvað sem við getum til að tryggja framtíð þeirra kynslóða sem nú vaxa úr grasi !

Ert þú reiðubúin að taka þátt í því með okkur ? 

 

Ást og kærleikur 

Ragnar Erling Hermannsson

 

 

 


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Er mikil gleði fólgin í því að heyra að ástandið sé slæmt og að hamingjan fáist aðeins með umbyltingu þjóðfélagsins? Verður fólk, sem hvergi í heiminum hefði það betra, hamingjusamt þegar því er sagt að það eigi rétt á meiru, að það sé verið að hlunnfara það og að það sé kúgað?

Eru þumalputtareglur, patentlausnir, óraunhæfar væntingar og ódýr slagorð vænleg til björgunar?

Vagn (IP-tala skráð) 2.6.2019 kl. 05:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband