1.6.2019 | 07:32
Nýja Íslandið okkar !
Okkur hlýtur að vera orðið ljóst að núverandi kerfi ( mennta, trygginga, heilbrigðis o.s.frv )er að hruni komið.
Sú staðreynd að Alþingi - stofnun sem á að verja viðkvæmustu hagsmuni, sérstaklega þeirra sem ekki geta það sjálfir hefur minnst traust meðal almennings hlýtur að vekja upp spurninguna hvað sé í gangi .. og við höfum fengið að sjá það svart á hvítu undanfarinn misseri. Þessu mætti líkja við vanhæfar, ofbeldisfullar heimilisaðstæður. Hvernig koma börn frá slíku uppeldi vantrausts og ótta ? (Þjóðin í þessu tilfelli).
Mér þykir fyrir því að tilkynna að við búum við einræði .. ekki lýðræði ! Sú staðreynd að nærri 100% þjóðarinnar vildu Klaustursmenn í burt sem áfram sátu útskýrir það. Annað dæmi er stjórnarskráin okkar nýja þar sem þjóðin krafðist þess að fjármunir auðlinda okkar yrðu settar í kerfið og að fólk fengi agnarögn af valdi. Allt ofan í skúffu !
Ég gæti rakið hversu miklar skoðanir ég hef á þessu og hinu sem ég sé búa til endalaus vandamál og veikindi en ég held að þau orð hafa fengið næga athygli.
Í stað þess langar mig að varpa upp mynd af því samfélagi sem mig LANGAR að búa í, ekki hvað er rang við það.
Það þarf enginn að sannfæra mig um að nýtt kerfi er hægt að reisa. Það kerfi sem nú er við lýði var reist sem þýðir að nýtt getur verið byggt.
Það er svo freistandi að gala um hvað skólakerfið skaðar mikið - en mig langar að tala um skóla sem öll börn dreymir að sækja hvern dag líkt og Disney land. Athvarf fyrir þau sem engan annan traustvekjandi á heim að sækja og sjá til þess að hverjum einstakling sé skilað út í samfélagið fullkomlega reiðubúinn sjálfstrausti og virðingu fyrir Lífinu - er það ekki annars þannig sem við viljum sjá komandi kynslóðir búa ? Börnin okkar ?
Mig dreymir um að sjá allar okkar náttúruauðlindir renna óskiptar í þessi kerfi : hversu mikið væri hægt að hækka ellilífeyri ömmu sem hringdi grátandi 4. Desember þar sem ekki króna var til og 3 vikur til jóla ? Eða þau sem ekki geta unnið fyrir sér en þyrstir í að taka þátt ? Væri ekki frábært að sjá þau brosa breiðar ?
Ég veit að við getum byggt upp nýtt kerfi - kerfi þar sem fólkið ræður og tekur ALLAR ákvarðanir um löggjöf og allt sem snýr að hagsmunum þjóðarinnar !
Mig langar að spyrja : Hvernig samfélag dreymir þig um ? tillögur óskast !
Það hefur alltaf komið á daginn að draumar rætast ef við trúum þeim !
Mig þyrstir í nýjar aðferðir þar sem nóg er komið af þeim veikindum og úrræðaleysum sem okkur býðst í dag !
Ímyndaðu þér ef þú hefur mikilla hagsmuna að gæta í ákveðnu máli og þú gætir farið á netið og kosið um ákvörðunina ?
Ég tel bestu leiðina vera að stofna nýtt afl ( ekki flokk ) þar sem enginn einstaklingur hefur völdin heldur þjóðin sem kýs aðilann og rekur ef því er að skipta.
Er þú til í að taka þátt með mér að skapa Nýja fallega Íslandið okkar ?
Athugasemdir
Hérna kemur stóra allsherjar-lausnin
ef að við sem þjóð gætum hugsað nógu stórt og langt fram í tímann:
https://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/2232226/
Jón Þórhallsson, 1.6.2019 kl. 09:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.