1.6.2019 | 21:51
En frábær dagur til að eyðileggja líf mitt ...
... sagði engin hamingjusöm manneskja .. aldrei !
Þegar ég var skjólstæðingur Götusmiðjunnar sálugu upplifði ég mitt fyrsta aha augnablik :
Þeir sem hafa góða sjálfsvirðingu hafa EKKI áhuga á að skemma líf sitt með þeim hætti sem ég var að gera.
Svo mælti Guðbjörg Erlingsdóttir ráðgjafi frá sínu fallega hjarta .. flóknara var það ekki.
Ég er svo blessunarlega af Guði gerður að ég þarf að komast til botns með allt ,sérstaklega þegar mér er sagt að ég sé fæddur gallaður og geti ekkert við því gert.
Hver einasti einstaklingur sem ég hef heyrt harmsögu frá hefur sömu sögu að segja : vanlíðan , ótti og skömm hafði ríkt allar götur fram að fyrstu vímu (alkóhól / lyf af hvaða tagi ). Afhverju varð fólk allt í einu í lagi við að setja eitur inn fyrir sínar varir ?
Mannkynið er ein fárra lífvera á jörðinni sem er algjörlega háð umönnun og lærdómi umhverfisins. Við þurfum að læra allt saman .. og er sjálfsmynd okkar ekki undanskilin : ef okkur er kennt að við séum falleg - þá trúum við því - ef okkur er kennt að við séum einskis virði - munum við einnig trúa því !
Hvaða afleiðingar hafa þessi tvö dæmi fyrir barn í mótun ?
Fyrra dæmið mun þroskast og mótast eðlilega - hitt ekki.
Heilinn og líkamsstarfsemin í heild sinni þroskast ekki undir stöðugu áreiti kvíða, ótta og tilfinningalegrar vanrækslu - heilinn hefur allt annað að gera í viðleitni sinni að verja einstaklinginn fyrir ofbeldinu. Boðefnastarfsemin fær aldrei tækifæri til að þroskast eðlilega : dópamín, endorfín og þau efni sem veita okkur gleði ná ekki að komast í gegnum stöðugt flæði adrenalíns sem ver okkur fyrir ágangi þessa heims .. en allt í einu fer allt að virka þegar heilinn er neyddur til þess .. einkennilegt að fíkn er svo erfið við að eiga þar sem í mörgum tilfellum er hún eina ást sem margir hafa kynnst ekki satt .. eða hitt þó heldur !
Ég starfa sem leiðsögumaður og fæ reglulega hrós frá viðskiptavinum að Ísland sé með hamingjusömustu þjóðum heims ! ... ég brosi falskt til þeirra og í sumum tilfellum kemst ég ekki hjá að því að segja þeim að meðaltal ungra karlmanna sem taka eigið líf er með því hæðsta í heiminum .. engin þjóð gefur börnum eins mikið af lyfseðilsskildum eiturlyfjum og hvergi í heiminum þekkist viðlíka skatta og vaxtakerfi og hér. Ég einfaldlega get ekki með góðri samvisku tekið undir þessi orð því ég veit betur .. því frændur, vinir og kunningjar eru í þessum hóp.
Mig langar að spyrja : Hvernig mun samfélagið þróast ef við grípum ekki inn í ?
Höldum við virkilega að það kerfi sem nú er í gangi sé heilagt eða getum við í sameiningu reist nýtt kerfi (frá grunni) sem sér til þess að barnið þitt og komandi kynslóðir eigi séns eftir ágang undanfarinna alda ?
Eins og staðan er í dag erum við aðeins að meðhöndla afleiðingar vandans þegar við getum svo auðveldlega og fljótt sem örþjóð breytt þessu og verið öðrum þjóðum til fyrirmyndar. Við höfum um tvennt að velja : halda áfram líkt og staðan er í dag og taka afleiðingum þess .. eða gefa öðrum valkost tækifæri.
Ég trúi af öllu hjarta að við getum skapað saman samfélag þar sem sköpun, gleði, sanngirni og lýðræði ríkir !
Ég veit að flest okkar eru hundleið á áróðri um hvað allt sé að fara í vaskinn meðan þau sem allt eiga dreypa tá í froðubaði allsnægta.
Ef við stöndum saman og afneitum vondri framtíð komandi kynslóða mun okkur takast til.
Ég veit ekki með ykkur en ég er hundleiður á að láta örfáa segja mér hversu rangt ég hef fyrir mér og ég eigi að slaka á .. það einfaldlega er ekki svigrúm til slökunar vegna ástandsins.
Þannig að nei : ég ákvað ekki einn góðan veðurdag að rústa líf mitt ! Ég ákvað ekki að þurfa verja bróðurparti unglings og fullorðinsára minna í sjálfs sannfæringu að ég sé í lagi og fá kennslu í mannlegum gildum úr tímariti.
Það er kerfið - úrræðalaust fyrir þá sem minna mega sín - sem þarf nauðsynlega að taka algjörum breytingum án tafar - er mér það einum ljóst ?
Gerum hvað sem við getum til að tryggja framtíð þeirra kynslóða sem nú vaxa úr grasi !
Ert þú reiðubúin að taka þátt í því með okkur ?
Ást og kærleikur
Ragnar Erling Hermannsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.6.2019 | 07:32
Nýja Íslandið okkar !
Okkur hlýtur að vera orðið ljóst að núverandi kerfi ( mennta, trygginga, heilbrigðis o.s.frv )er að hruni komið.
Sú staðreynd að Alþingi - stofnun sem á að verja viðkvæmustu hagsmuni, sérstaklega þeirra sem ekki geta það sjálfir hefur minnst traust meðal almennings hlýtur að vekja upp spurninguna hvað sé í gangi .. og við höfum fengið að sjá það svart á hvítu undanfarinn misseri. Þessu mætti líkja við vanhæfar, ofbeldisfullar heimilisaðstæður. Hvernig koma börn frá slíku uppeldi vantrausts og ótta ? (Þjóðin í þessu tilfelli).
Mér þykir fyrir því að tilkynna að við búum við einræði .. ekki lýðræði ! Sú staðreynd að nærri 100% þjóðarinnar vildu Klaustursmenn í burt sem áfram sátu útskýrir það. Annað dæmi er stjórnarskráin okkar nýja þar sem þjóðin krafðist þess að fjármunir auðlinda okkar yrðu settar í kerfið og að fólk fengi agnarögn af valdi. Allt ofan í skúffu !
Ég gæti rakið hversu miklar skoðanir ég hef á þessu og hinu sem ég sé búa til endalaus vandamál og veikindi en ég held að þau orð hafa fengið næga athygli.
Í stað þess langar mig að varpa upp mynd af því samfélagi sem mig LANGAR að búa í, ekki hvað er rang við það.
Það þarf enginn að sannfæra mig um að nýtt kerfi er hægt að reisa. Það kerfi sem nú er við lýði var reist sem þýðir að nýtt getur verið byggt.
Það er svo freistandi að gala um hvað skólakerfið skaðar mikið - en mig langar að tala um skóla sem öll börn dreymir að sækja hvern dag líkt og Disney land. Athvarf fyrir þau sem engan annan traustvekjandi á heim að sækja og sjá til þess að hverjum einstakling sé skilað út í samfélagið fullkomlega reiðubúinn sjálfstrausti og virðingu fyrir Lífinu - er það ekki annars þannig sem við viljum sjá komandi kynslóðir búa ? Börnin okkar ?
Mig dreymir um að sjá allar okkar náttúruauðlindir renna óskiptar í þessi kerfi : hversu mikið væri hægt að hækka ellilífeyri ömmu sem hringdi grátandi 4. Desember þar sem ekki króna var til og 3 vikur til jóla ? Eða þau sem ekki geta unnið fyrir sér en þyrstir í að taka þátt ? Væri ekki frábært að sjá þau brosa breiðar ?
Ég veit að við getum byggt upp nýtt kerfi - kerfi þar sem fólkið ræður og tekur ALLAR ákvarðanir um löggjöf og allt sem snýr að hagsmunum þjóðarinnar !
Mig langar að spyrja : Hvernig samfélag dreymir þig um ? tillögur óskast !
Það hefur alltaf komið á daginn að draumar rætast ef við trúum þeim !
Mig þyrstir í nýjar aðferðir þar sem nóg er komið af þeim veikindum og úrræðaleysum sem okkur býðst í dag !
Ímyndaðu þér ef þú hefur mikilla hagsmuna að gæta í ákveðnu máli og þú gætir farið á netið og kosið um ákvörðunina ?
Ég tel bestu leiðina vera að stofna nýtt afl ( ekki flokk ) þar sem enginn einstaklingur hefur völdin heldur þjóðin sem kýs aðilann og rekur ef því er að skipta.
Er þú til í að taka þátt með mér að skapa Nýja fallega Íslandið okkar ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)